Tilverutoppur-Súpur

Hér eru uppskriftir sem ég hef safnað héðan og þaðan.

Ef þú sérð uppskrift hér sem þú ert höfundur að og vilt láta geta þess eða fjarlægja uppskriftina sendu mér þá póst á tilverutoppur@gmail.com.

Svartbaunasúpa

1 dós svartar baunir (eða þurrkaðar og lagðar í bleyti í 8 klst)
Hálfur rauðlaukur
Chile pipar, eftir smekk og styrkleika
1 dós tómatar
hálf paprika
1 hvítlauksrif
1 L vatn
1 grænmetisteningur eða kjúklinga
smá smjör
salt og pipar

Létt steikið grænmetið upp úr smjöri, bætið svo við restinni og sjóðið í 20 - 30 mín. Eins og margir gera við mexíkóskar súpur þá er gott að setja nachos og ost í þessa, þegar hún er borin fram. Einnig er gott að setja ferskt kóríander út í.