Tilverutoppur-Súpur

Hér eru uppskriftir sem ég hef safnað héðan og þaðan.

Ef þú sérð uppskrift hér sem þú ert höfundur að og vilt láta geta þess eða fjarlægja uppskriftina sendu mér þá póst á tilverutoppur@gmail.com.

Mexíkósk kjúklingasúpa

fyrir fjóra

2 kjúklingabringur
smá salt
1/2 blaðlaukur, smátt saxaður
1 rauð paprika, smátt söxuð
3-4 hvítlauksrif, pressuð
1 msk ólífuolía
1 l kjúklingasoð, (1 l vatn + 1 kjúklingateningur)
1 dós saxaðir tómatar
4 msk chilisósa eða bara chili-
krydd
3 msk tómat-paste
100 gr rjómaostur
nachos-flögur
rifinn ostur.
Byrjað er á því að skera kjúklingabringurnar í bita og sjóða þær svo í vatni með dálitlu salti þar til þær eru eldaðar í gegn. Það má alveg steikja þær ef fólk kýs það frekar, þær verða bara mýkri við suðuna. Léttsteikið blaðlaukinn og paprikuna í ólífuolíunni við vægan hita, bætið hvítlauknum við í lokin. Hitið vatnið í öðrum potti og leysið kjúklingateninginn upp í vatninu. Bætið grænmetinu út í kjúklingasoðið ásamt hökkuðum tómötum, chilisósu og tómatmauki og látið súpuna malla í 10 mín. Bætið rjómaostinum í súpuna í þremur hlutum og láta hana malla dálítið á milli svo að rjómaosturinn leysist upp. Bætið að lokum kjúklingabitunum út í og hitið með súpunni í smástund. Þegar súpan er komin í skálar skal strá muldum nachos-flögum og rifnum osti yfir, jafnvel líka smá sýrðum rjóma. Voilá!

Súpan jafn góð ef ekki betri upphituð daginn eftir.