Tilverutoppur-Súpur

Hér eru uppskriftir sem ég hef safnað héðan og þaðan.

Ef þú sérð uppskrift hér sem þú ert höfundur að og vilt láta geta þess eða fjarlægja uppskriftina sendu mér þá póst á tilverutoppur@gmail.com.

Rauðrófusúpa

Um þessa súpu hefur það verið sagt að hún sé heimsins besta súpa: - Jafnmikið af rauðrófum, hvítkáli, lauk og gulrótum er rifið með grófu rifjárni og steikt í örlítilli matarolíu. Þar næst er vatni bætt í og nokkru að góðri tómatsósu. Þegar grænmetið er orðið vel meyrt má bæta við meiri tómatsósu , sítrónusafa eða ediki og krydda eftir smekk. Súpan er best bragðsterk. Með súpunni er borðað rúgbrauð.