Tilverutoppur-Súpur

Hér eru uppskriftir sem ég hef safnað héðan og þaðan.

Ef þú sérð uppskrift hér sem þú ert höfundur að og vilt láta geta þess eða fjarlægja uppskriftina sendu mér þá póst á tilverutoppur@gmail.com.

Svartbaunasúpa

1 dós svartar baunir (eða þurrkaðar og lagðar í bleyti í 8 klst)
Hálfur rauðlaukur
Chile pipar, eftir smekk og styrkleika
1 dós tómatar
hálf paprika
1 hvítlauksrif
1 L vatn
1 grænmetisteningur eða kjúklinga
smá smjör
salt og pipar

Létt steikið grænmetið upp úr smjöri, bætið svo við restinni og sjóðið í 20 - 30 mín. Eins og margir gera við mexíkóskar súpur þá er gott að setja nachos og ost í þessa, þegar hún er borin fram. Einnig er gott að setja ferskt kóríander út í.

Kóríandersúpa

200 g gulrætur, skornar í litla teninga
200 g kartöflur, skornar í litla teninga
100 g laukur, fínt saxaður
1 tsk Dijon sinnep
1/2 búnt ferskt kóríander
1 msk kóríanderfræ
1 l vatn
salt og pipar

Steikið laukinn og kóríanderfræin í smá olíu þar til laukurinn er orðinn vel mjúkur. Bætið vatni, gulrótum, kartöflum og sinnepi saman við og sjóðið þar til grænmetið er orðið mjúkt í gegn. Þá er fersku kóríander bætt í og smakkað til með salti og pipar.

Mexíkósk kjúklingasúpa

fyrir fjóra

2 kjúklingabringur
smá salt
1/2 blaðlaukur, smátt saxaður
1 rauð paprika, smátt söxuð
3-4 hvítlauksrif, pressuð
1 msk ólífuolía
1 l kjúklingasoð, (1 l vatn + 1 kjúklingateningur)
1 dós saxaðir tómatar
4 msk chilisósa eða bara chili-
krydd
3 msk tómat-paste
100 gr rjómaostur
nachos-flögur
rifinn ostur.
Byrjað er á því að skera kjúklingabringurnar í bita og sjóða þær svo í vatni með dálitlu salti þar til þær eru eldaðar í gegn. Það má alveg steikja þær ef fólk kýs það frekar, þær verða bara mýkri við suðuna. Léttsteikið blaðlaukinn og paprikuna í ólífuolíunni við vægan hita, bætið hvítlauknum við í lokin. Hitið vatnið í öðrum potti og leysið kjúklingateninginn upp í vatninu. Bætið grænmetinu út í kjúklingasoðið ásamt hökkuðum tómötum, chilisósu og tómatmauki og látið súpuna malla í 10 mín. Bætið rjómaostinum í súpuna í þremur hlutum og láta hana malla dálítið á milli svo að rjómaosturinn leysist upp. Bætið að lokum kjúklingabitunum út í og hitið með súpunni í smástund. Þegar súpan er komin í skálar skal strá muldum nachos-flögum og rifnum osti yfir, jafnvel líka smá sýrðum rjóma. Voilá!

Súpan jafn góð ef ekki betri upphituð daginn eftir.

Tómatsúpa Maríu Kristu

Uppskriftin dugar í heila viku fyrir einn. Geymist í ísskáp og borðist t.d í hádegi. Svo má setja hvaða grænmeti sem er til viðbótar ef maður vill.

3 dósir niðursoðnir tómatar (plómutómatar eru sætastir)
1 poki gulrætur (t.d baby carrots)
1-2 laukar
3-4 stangir sellerí
ferskir tómatar
tabasco-sósa
hvítlaukur
kjúklingakaraftur
2-3 glös vatn

Maukið allt í súpuna í matvinnsluvél og setjið í pott. Sjóðið í um það bil 20 mínútur og síðan eru 400 grömm af súpunni í hvert mál. Gott er að fá sér ristaða brauðsneið með hvítlauk með þessu. Þetta er hollt og fljótlegt, bara hita upp.

Hvítlaukssúpa

4 hvítlauksrif, söxuð
1 msk. ólófuolía
2 bollar vatn
1 bolli grænmetissoð
1 eggjahvíta
4 sneiðar af súrdeigsbrauði (eða annað hollt brauð)
salt og pipar
steinselja, söxuð

Hitið olíuna í potti og steikið hvítlaukinn þar til hann er vel heitur.
Bætið vatninu út í og salti og pipar.
Hitið á suðu, lækkið hitann og látið malla í 5 mín.
Takið af hitanum og bætið eggjahvítunni við og hrærið á meðan.
Setjið eina sneið af brauði í skál og hellið súpunni yfir.
Stráið full af steinselju yfir í lokin.

Brauðsúpa

Góð og gamaldags brauðsúpa í nýrri útfærslu

150 g rúgbrauð
100 g heilhveitibrauð
5 dl vatn
1/2 sítróna í sneiðum
5 dl maltöl (eða 5 dl vatn eða eplasafi)
1 dl rúsínur
1/2 dl ristuð sesamfræ
2 msk. púðursykur (eða agave)
þeyttur rjómi (eða sýrður rjómi)
rifið hýði af sítrónu eða appelsínu
2 dl eplamauk

Brauðið er rifið niður í pott og lagt í bleyti í vatninu í 4 tíma. Setjið sítrónusneiðar út í ásamt maltöli/eplasafa og sjóðið við hægan hita, þar til blandan hefur jafnast, eða í um það bil klukkustund. Setjið rúsínur og sítrónu- eða appelsínuhýði út í ásamt ristuðum sesamfræjum.

Rjómi/sýrður rjómi og eplamauk sett út á hvern disk áður en súpan er borin fram.

Nærandi súpa

laukur
hvítlaukur
ferskt chili, fræhreinsað
gulrætur
sellerírót
baunir (t.d. kjúklinga-,linsu- eða hvítar baunir)
kúmen
kóríanderduft
papirikuduft
vatn
lárviðarlauf
salt og pipar
grænmetirgraftur
ab-mjólk
ferskt kóríander

Laukur, hvítlaukur, ferskt chilli, gulrætur og sellerírót saxað og steikt smástund í potti. Baununum ( sem legið hafa í bleyti) bætt út í pottinn. Kryddað með kúmeni, kóríander- og papirikudufti. Vatni bætt út í svo það fljóti yfir hráefnið í pottinum ásamt 2-4 lárviðarlaufum.
Soðið vig hægan hita í um það bil eina klukkustund. Því næst er súpan maukuð og krydduð til með salti, pipar og grænmetiskrafti.

AB-mjólk og fersku kóríander blandað saman í blandara þar til blandan er orðin græn að lit. Smá skvetta af þessari blöndu sett út í súpuna eftir að hún er komin á diska.

Gott með grófu brauði

Fljótleg matarmikil kjötsúpa

Þessi súpa er næstum því ungversk gúllassúpa ;)

400 gr magurt hakk (sojahakk ef vill)
3 laukar, saxaðir
3 tsk paprikuduft
6 stórar kartöflur, rifnar gróft
3 tsk grænmetiskraftur
3 msk tómatpúrra
1 & 1/2 l vatn
Salt & pipar

Laukurinn og hakkið er steikt í olíu og kryddað.
Kartöflunum bætt við ásamt grænmetiskrafti og tómatpúrru.
Vatninu hellt yfir og látið krauma í u.þ.b. 15 mínútur.

Linsusúpa ÖnnuG

1 stór laukur
1 msk paprikuduft
2 msk matarolía
2 dl rauðar linsubaunir
2 hvítlauksrif
1- 2 dósir niðursoðnir tómatar
2 rauðar paprikur
4 gulrætur
2 rauðir chilipipar
8- 10 dl vatn ( kjötsoð ef vill)
1 lárviðarlauf
svartur pipar

1. Laukurinn saxaður smátt og steiktur í olívuolíu og paprikudufti.
2. Linsubaunum og pressuðum hvítlauk bætt út í.
3. Saxið tómatana og skerið grænmetið í litla bita.
4. Setjið allt í pottinn og sjóðið í ca 30 – 40 mín, eða þar til baunirnar eru soðnar.

Rauðrófusúpa

Um þessa súpu hefur það verið sagt að hún sé heimsins besta súpa: - Jafnmikið af rauðrófum, hvítkáli, lauk og gulrótum er rifið með grófu rifjárni og steikt í örlítilli matarolíu. Þar næst er vatni bætt í og nokkru að góðri tómatsósu. Þegar grænmetið er orðið vel meyrt má bæta við meiri tómatsósu , sítrónusafa eða ediki og krydda eftir smekk. Súpan er best bragðsterk. Með súpunni er borðað rúgbrauð.

Sólheimasúpa

Gulrótasúpa með döðlum og karrí:
Döðlurnar mynda sætt bragð sem fellur vel við bragðsterk kryddin í súpunni. Súpan inniheldur fáar hitaeiningar, mikið af trefjum og er góð fyrir hjartað :)

2 msk ólífuolía
2 hvítlauksrif (alveg óhætt að nota meira)
1 laukur
2 sellerístönglar (ég vil meira sellerí og nota 4 stöngla)
1 msk ferskt engifer eða 1 tsk engiferduft
2 msk spelt eða heilhveiti
12 dl kjúklingasoð (ég nota vatn)
400 gr gulrætur
1 tsk karrí
1 tsk kúmínduft (cumin)
1/2 - 1 tsk svartur pipar
1 dl döðlur
1 msk sítrónusafi
1 dl AB-mjólk eða súrmjólk

Hitið olíuna í potti. Merjið hvítlauk, saxið lauk og sellerí og bætið út í ásamt rifnu engiferi. Hitið í 3 - 4 mínútur í olíunni og hrærið vel. Takið af hitanum og stráið hveiti yfir. Hitið í tvær mínútur til viðbótar og hrærið vel. Hellið nú kjúklingasoðinu/vatninu í mjórri bunu út í súpuna og hræið vel. Rífið gulræturnar, bætið út í súpuna ásamt karrí, kúmíndufti og pipar og hleypið upp suðu. Lækkið hitann og látið súpuna malla í tíu mínútur. Bætið söxuðum döðlum út í og látið malla áfram í fimm mínútur. Hellið súpunni í matkvörn og maukið. Hellið aftur í pottinn og hitið. Bætið sítrónusafa saman við. Ausið súpunni á diska. Setjið 1 msk AB-mjólk eða súrmjólk á hvern disk og búið til mynstur með gaffli.