Tilverutoppur-Súpur

Hér eru uppskriftir sem ég hef safnað héðan og þaðan.

Ef þú sérð uppskrift hér sem þú ert höfundur að og vilt láta geta þess eða fjarlægja uppskriftina sendu mér þá póst á tilverutoppur@gmail.com.

Brauðsúpa

Góð og gamaldags brauðsúpa í nýrri útfærslu

150 g rúgbrauð
100 g heilhveitibrauð
5 dl vatn
1/2 sítróna í sneiðum
5 dl maltöl (eða 5 dl vatn eða eplasafi)
1 dl rúsínur
1/2 dl ristuð sesamfræ
2 msk. púðursykur (eða agave)
þeyttur rjómi (eða sýrður rjómi)
rifið hýði af sítrónu eða appelsínu
2 dl eplamauk

Brauðið er rifið niður í pott og lagt í bleyti í vatninu í 4 tíma. Setjið sítrónusneiðar út í ásamt maltöli/eplasafa og sjóðið við hægan hita, þar til blandan hefur jafnast, eða í um það bil klukkustund. Setjið rúsínur og sítrónu- eða appelsínuhýði út í ásamt ristuðum sesamfræjum.

Rjómi/sýrður rjómi og eplamauk sett út á hvern disk áður en súpan er borin fram.