Tilverutoppur-Súpur

Hér eru uppskriftir sem ég hef safnað héðan og þaðan.

Ef þú sérð uppskrift hér sem þú ert höfundur að og vilt láta geta þess eða fjarlægja uppskriftina sendu mér þá póst á tilverutoppur@gmail.com.

Tómatsúpa Maríu Kristu

Uppskriftin dugar í heila viku fyrir einn. Geymist í ísskáp og borðist t.d í hádegi. Svo má setja hvaða grænmeti sem er til viðbótar ef maður vill.

3 dósir niðursoðnir tómatar (plómutómatar eru sætastir)
1 poki gulrætur (t.d baby carrots)
1-2 laukar
3-4 stangir sellerí
ferskir tómatar
tabasco-sósa
hvítlaukur
kjúklingakaraftur
2-3 glös vatn

Maukið allt í súpuna í matvinnsluvél og setjið í pott. Sjóðið í um það bil 20 mínútur og síðan eru 400 grömm af súpunni í hvert mál. Gott er að fá sér ristaða brauðsneið með hvítlauk með þessu. Þetta er hollt og fljótlegt, bara hita upp.