Tilverutoppur-Súpur

Hér eru uppskriftir sem ég hef safnað héðan og þaðan.

Ef þú sérð uppskrift hér sem þú ert höfundur að og vilt láta geta þess eða fjarlægja uppskriftina sendu mér þá póst á tilverutoppur@gmail.com.

Kóríandersúpa

200 g gulrætur, skornar í litla teninga
200 g kartöflur, skornar í litla teninga
100 g laukur, fínt saxaður
1 tsk Dijon sinnep
1/2 búnt ferskt kóríander
1 msk kóríanderfræ
1 l vatn
salt og pipar

Steikið laukinn og kóríanderfræin í smá olíu þar til laukurinn er orðinn vel mjúkur. Bætið vatni, gulrótum, kartöflum og sinnepi saman við og sjóðið þar til grænmetið er orðið mjúkt í gegn. Þá er fersku kóríander bætt í og smakkað til með salti og pipar.