Tilverutoppur-Súpur

Hér eru uppskriftir sem ég hef safnað héðan og þaðan.

Ef þú sérð uppskrift hér sem þú ert höfundur að og vilt láta geta þess eða fjarlægja uppskriftina sendu mér þá póst á tilverutoppur@gmail.com.

Nærandi súpa

laukur
hvítlaukur
ferskt chili, fræhreinsað
gulrætur
sellerírót
baunir (t.d. kjúklinga-,linsu- eða hvítar baunir)
kúmen
kóríanderduft
papirikuduft
vatn
lárviðarlauf
salt og pipar
grænmetirgraftur
ab-mjólk
ferskt kóríander

Laukur, hvítlaukur, ferskt chilli, gulrætur og sellerírót saxað og steikt smástund í potti. Baununum ( sem legið hafa í bleyti) bætt út í pottinn. Kryddað með kúmeni, kóríander- og papirikudufti. Vatni bætt út í svo það fljóti yfir hráefnið í pottinum ásamt 2-4 lárviðarlaufum.
Soðið vig hægan hita í um það bil eina klukkustund. Því næst er súpan maukuð og krydduð til með salti, pipar og grænmetiskrafti.

AB-mjólk og fersku kóríander blandað saman í blandara þar til blandan er orðin græn að lit. Smá skvetta af þessari blöndu sett út í súpuna eftir að hún er komin á diska.

Gott með grófu brauði