Tilverutoppur-Súpur

Hér eru uppskriftir sem ég hef safnað héðan og þaðan.

Ef þú sérð uppskrift hér sem þú ert höfundur að og vilt láta geta þess eða fjarlægja uppskriftina sendu mér þá póst á tilverutoppur@gmail.com.

Hvítlaukssúpa

4 hvítlauksrif, söxuð
1 msk. ólófuolía
2 bollar vatn
1 bolli grænmetissoð
1 eggjahvíta
4 sneiðar af súrdeigsbrauði (eða annað hollt brauð)
salt og pipar
steinselja, söxuð

Hitið olíuna í potti og steikið hvítlaukinn þar til hann er vel heitur.
Bætið vatninu út í og salti og pipar.
Hitið á suðu, lækkið hitann og látið malla í 5 mín.
Takið af hitanum og bætið eggjahvítunni við og hrærið á meðan.
Setjið eina sneið af brauði í skál og hellið súpunni yfir.
Stráið full af steinselju yfir í lokin.